top of page

MARTIN L.SÖRENSEN 
Framkvæmdastjóri

Martin er með meistaragráðu í verkefnastjórn frá Háskólanum í Reykjavík og hefur talsverða reynslu af viðburðastjórn. Ástríða hans liggur í því að brúa þessa tvo heima, list og skipulagningu, og búa til eitthvað undursamlegt úr því. Meistararitgerð hans bar titilinn „Managing creative projects - lessons from dance, theatre, film and fashion.“

Hann vann í rúmlega tvö ár sem markaðs- og miðasölustjóri í Tjarnarbíó. Þá hefur hann skipulagt tvo TEDxReykjavík-viðburði, ritstýrt bók og tekið þátt í uppsetningu á ýmsum viðburðum, eins og Secret Solstice, Sónar Reykjavík og You Are In Control.

bottom of page