top of page

SmartíLab

SmartíLab er atvinnu sviðslistahópur sem gerir leiksýningar af öllu tagi. 

Með hverju nýju verki sem atvinnuleikhópurinn tekur sér fyrir hendur, breytast leikmennirnir en leikhópurinn á það þó sameiginlegt að vera alltaf undir leikstjórn

Söru Martí.

Leikstjórnarverk Söru hafa hlotið tilnefningar til Grímunnar og sigraði leikstjórnarverk hennar, í samvinnu við VaVaVoom og Bedroom Community, mikilvirtu tónleikhúsverðlaunin  Music Theatre Now fyrir verk þeirra ,,Wide Slumber" í Rotterdam 2016. Sýningar SmartíLab hafa verið sýndar í Þjóðleikhúsinu, Tjarnarbíó, Norðurpólnum, Hofi Akureyri og Summerhall í Edinborg.

Framkvæmdastjóri hópsins er Martin Sörensen og stofnuðu Sara og Martin leikhópinn í apríl 2016. 

bottom of page