top of page

Baldur stígur á svið og er að hefja fyrirlestur um nýjasta listaverk sitt. Hann finnur að eitthvað er ekki eins og það á að vera... hann frýs. Hann er að fá sitt fyrsta kvíðakast. Hann kíkir inn í heilann sinn og sér þá hvar stjórnstöðin er að bila.

Við kynnumst Baldri – ótta hans, þrálátum hugsunum og leit hans að lausn. Við kynnumst líka öllum hinum Böldrunum, því kvíði býr í okkur öllum. Birtingarmyndir kvíða geta verið ótalmargar og upplifun hvers og eins er sérstök. Fimm leikarar túlka mörg andlit kvíðans, í sjónrænu, gamansömu leikverki.

Í verkinu verður kvíðinn skoðaður frá ýmsum sjónarhornum og kafað í tilfinningar, hugsanir, magaverki, samfélagsmiðla, geðlyf, svefntruflanir, sjálfsþekkingu, sigra, bata, hugarangur, sálarfrið og kvíðaofurhetjur. 

Rannsóknir sýna að á hverju ári þjáist um 12% Íslendinga af óeðlilegum eða sjúklegum kvíða. Leikverkið fjallar á gamansaman hátt um þetta erfiða málefni, með það að markmiði að vekja fólk til meðvitundar og opna umræðuna um geðheilbrigði á Íslandi enn frekar.

,,Þetta var stórkostleg sýning. Þetta verk er mikilvægt innlegg í baráttuna gegn fordómum"              Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir

,,Yndislegur húmor og góð skilaboð undirliggjandi. Kvíðamaðurinn er algjörlega hetjan mín núna!"      

Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

,,Ég er einginlega bara orðlaus. Þessi flotti leikhópur gerði sýningu sem náði að skera beint inn að kjarna þess að upplifa kvíða og setja hana upp á hátt sem fólk skilur og getur tengt við"

Þórður Páll Jónínuson

,,Fyrirlestur um eitthvað fallegt er fyrirtaks sýning um kvíða sem á erindi við alla" 

SBH, Morgunblaðið

,,Þetta er holl sýning, fróðleg og skemmtileg og rímar alveg prýðilega við merka starfsemi Tjarnarbíó..."

SA, TMM.is

Höfundur

SmartíLab-hópurinn
Leikstjórn

Sara Martí
Framkvæmdastjóri

Martin L. Sörensen
Leikmynd og búningar

 Brynja Björnsdóttir
Ljósahönnun

Arnar Ingvarsson
Leikarar:

Agnes Wild, Guðmundur Felixson, Hannes Óli Ágústsson,

Kjartan Darri Kristjánsson, Sigrún Huld Skúladóttir,

Bjarni Snæbjörnsson
Hljóðmynd og myndbönd

 SmartíLab-hópurinn
Grafísk hönnun og umbrot

Martin L. Sörensen
Ljósmyndir

Ásgeir Ásgeirsson

Frumsýnt í Tjarnarbíó í apríl 2017

bottom of page